http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 90 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 06:57

taq attaq!

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
Fyrsta skorið komið í hús
  taqtiX, Nov 04 2009

Ánægður með að ná fyrsta skorinu í móti erlendis en mótið í Tallinn var fjórða mótið sem ég fer á erlendri grundu. Það eru náttúrulega miklar sveiflur í svona fjölmennum mótum þó maður hafi edge þá verður maður líka að fá hendur og þær verða að halda þegar maður virkilega þarf þess.

Ég var reyndar svekktur eftir að detta út því ég var allan tímann að spila til þess að taka þetta mót niður. En svo daginn eftir var ég mjög sáttur því þetta er góð reynsla fyrir mig og viss áfangi að ná fyrsta peningasætinu á pókermóti erlendis.

Í Vegas spjallaði ég við félaga hans Sindra frá BNA um hvernig maður þekkir góða spilara þegar maður er að spila live. Hann sagði að um leið og þú sérð leikmann vera að fylgjast með höndum sem hann er ekki í þá geturu byrjað að stimpla hann sem góðan spilara. Þetta er svo satt, flestir eru bara að spila sínar hendur og taka sér svo pásu þegar þeir eru búnir að pakka og fylgjast ekkert með. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að koma auga á góða spilara. Bara hvernig þeir hegða sér við borðið, hvernig þeir spila og virka einbeittir.

Það reyndar tekur lúmskt á að sitja við pókerborðið í fleiri fleiri klukkutíma og einbeita sér allan tímann. Fylgjast með öllum höndum sem maður er ekki í og leggja á minnið hvernig leikmenn eru að spila. Þetta er samt bara æfing og ætti að verða auðveldara með tímanum. Persónulega var ég alveg búinn eftir dag2 sem var hálfgerður rússíbani hjá mér. Var dottinn niður í 2-3BB en náði að byggja upp fínan stafla eftir það.

Á dag2 hélst ég allan tímann á sama borðinu sem hjálpar mér mikið. Ég var nokkuð fljótur að læra inn á spilarana. Sá innan skamms að gæjinn sem var í sæti 5 mest allan daginn var góður leikmaður. Ég komst svo síðar að því að hann vann e-ð EPT mót og tekið einhver fleiri skor. Það voru ~3 finnar á borðinu mínu mest allan tímann og voru þeir að spjalla á finnsku milli handa sem ég lét þó ekkert fara í taugarnar á mér. Þeir mega það svo lengi sem þeir séu ekki í hönd.

Yfir allt er ég mjög ánægður hvernig ég spilaði. Var kannski aðeins of aggressívur á tímabili en tel það vera betra heldur en hitt. Erfiðasta höndin mín var þegar ég fékk JJ í litla blind. Það var eitt raise frá UTG+1 og kall frá UTG+2 sem var EPT gæjinn. Ég er tilbúinn að koma peningnum inn hérna með JJ gegn UTG+1 svo ég ákvað að setja upp í 6500, hann átt ~18k. Það kom mér á óvart að báðir kölluðu. Floppið kom ás high og ég OOP í mjög erfiðri stöðu. Ég endaði með að tékka og folda gegn snuddu bet frá UTG+2. Ég vildi alls ekki tapa stórum pott á þessu stigi mótsins því þá hefði ég alveg þurft að breyta strategíunni. Hann sýndi svo 99 og var þetta slæmt fold en ég átti mjög erfitt að setja báða leikmenn á range þarna.

Ég tók 2 góð move sem að virkuðu. Ég 4-bettaði all-in gegn reraise frá button með ATo og hann pakkaði samstundis. Svo í seinni skiptið var ég með A5o þegar að BB reraisaði mig. Hann hugsaði sig í smá tíma og endaði með að pakka og sýndi ás. Ég sýndi fimmuna til að sýna borðinu að þeir þyrftu hönd til að spila á móti mér en veit samt ekki hvort það var gott að sýna þarna en yfirleitt sýni ég aldrei live.

Ég fékk nokkur hrós frá öðrum leikmönnum hvernig ég spilaði. Gaman að heyra það því ég hef frekar litla reynslu af mótum og live spilamennsku. Skondið samt að gæji hrósaði mér fyrir að spila vel í hléinu og svo stuttu seinna þá setti ég bad beat á hann. Þá sagði hann: "What I said back there... I take it all back". . Svo hitti ég einn reyndan live spilara í stars partyinu eftir mótið, spilaði mikið með mér á degi2. Hann var víst atvinnumaður í knattspyrnu í 15 ár þangað til hann meiddist. Hann sagði að það væri alveg ómögulegt að lesa mig á borðinu því ég spila alveg eins alveg sama hvort ég var með góða hönd eða ekki.

Ég á víst alveg met í þessum ritgerðarbloggum. Dóri bjallaði á mig á mánudaginn og sagði mér að hann hefði unnið pakka á Estoril mótið deginum áður og ætlaði að athuga hvort ég hefði áhuga á að kíkja með. Ég ákvað að kýla á það þar sem að flugið er ekki það dýrt m.v. hvað það er lítill fyrirvari. Það mót byrjar á lau. og við erum 7 Íslendingar held ég sem tökum þátt í mótinu.0 votes

Athugasemdir (9)


Baltic dagur 1
  taqtiX, Oct 29 2009

Ég og Andri byrjuðum daginn á sama borði. Það var klúður hjá okkur að mæta svona seint því maður fékk að draga um sæti þegar maður kom að innganginum. Þá var ekki margt í boði og byrjuðum við á borði 25 en maður vissi þá að það yrði fyrsta eða eitt af fyrstu borðunum sem yrðu brotin upp. Það er frekar glatað því að maður vill helst vera á sama borði allan tímann því maður lærir svo vel inn á spilarana.

Það tók ekki langan tíma til að sjá að það borð var frekar gott. En því miður brotnaði borðið áður en maður náði að pikka upp hendur. Ég var færður á borð og leist mér ekkert á það. Menn virtust vera meira aggressívir þar og vita hvað þeir voru að gera. Einhver stars pro var beint vinstra megin við mig en hann er nokkuð loose aggressive. Ég byrjaði á að spila svolítið tight til að læra á spilarana en byrjaði svo að gefa í.

Fyrsta stóra höndin mín var þegar ég fékk KK. Höndina áður var gæjinn búinn að sýna niður blöff svo ég var handviss um að hann væri ekki veikur þarna. Eftir að hann reraisaði mig þá hugsaði ég örstutt og tilkynnti allin. Ég er augljóslega aldrei að fara að folda KK með þessa stafla. Þetta var nokkuð mikilvægur pottur því ég hefði verið kominn með fínan stafla á þessu stigi mótsins hefði ég tekið hann niður.

Eftir þessa hönd var ég mjög aggressívur og náði svo að tvöfalda mig með JJ gegn AK allin pre. Ég var þá farinn að raisa mjög mikið þrátt fyrir að hafa mjög aggressívan spilara vinstra megin við mig en hann gaf mér mikið respect til að byrja með. Var alltaf að pakka gegn mér og ég var alveg búinn að sjá það fyrir að hann myndi reyna að pulla move á mig. Stuttu eftir að ég 4bet blöffaði hann þá pullaði hann hetjukall á river gegn mér sem var frekar slæmt en ég er basically aldrei að blöffa þarna á river en ég bettaði mjög stórt miðað við sem gengur og gerist í mótum.

Eftir þá hönd þá fer þetta í sama farið. Hann gaf mér mikið respect og held að hann hafi áttað sig á því að það er hálf tilgangslaust fyrir okkur að vera að slást meðan restin af borðinu var að leyfa okkur að raisa tonn af höndum. En já ég fór nánast ekkert í showdown og var mest megnið að pikka upp litla potta. Ég fæ svo AK í CO og BB fór allin. Ég kallaði nokkuð snögglega en hann sýndi A8 og höndin mín hélt. Það var sami gæjinn og var með AA vs KK gegn mér.

Eftir að ante byrjaði þá var maður að fá mjög góðan prís til að stela því maður komst upp með að raisa fyrir sömu upphæð og venjulega. Nokkuð athyglisvert að gæjinn vinstra megin við mig var yfirleitt að raisa bara örlítið meira en minraise og það gekk nokkuð vel hjá honum.

Það var svo færður á borðið okkar spilari með huge stafla. Hann vissi ekkert hvað hann var að gera en hann reyndi að blöffa gæjann vinstra megin við mig sem að var rosalega misheppnað. Hann spilaði þá hönd mjög illa og ég skil hreinlega ekki hvernig hann fór að donka frá sér þennan stafla.

Ekki margar ahyglisverðar hendur sem ég spilaði eftir þetta. Var aðallega bara að raisa á fullu en þeir pottar safnast svo fljótt saman með blindum og ante. Þetta er komið alltof langt. Ég vona innilega að ég komist með góðan stafla þegar böbblan er að byrja því þá ætla ég að vera enn meira aggressívur. Vonandi fæ ég líka gott borð og position. Dagur 2 byrjar á morgun, föstudag en blindar eru 400/800 og ég er með 47k stafla.

Bara bæta því við að Valur og Diddi hverfis mættu í gær. Valur tók átt í satellite fyrir mótið og vann sér inn miða! Hann er að spila núna en ég veit ekki stöðuna.0 votes

Athugasemdir (3)


Tallinn baltic series
  taqtiX, Oct 27 2009

Við erum mættir. Ég, Andri Zigslick, Auðunn Blöndal og Davíð Rúnarsson munum taka þátt í 1100 evru main event á dag 1a sem er á morgun, miðvikudag. Lúðvík íslenski stars managerinn og ViktorAK eru með í för.

Leiðinlegt að Dóri komst ekki vegna veikinda.

Hótelið er töluvert flottara en ég reiknaði með. Nýlega byggt og herbergin eru glæsileg. Casinoið er ekkert til að hrópa húrra fyrir en þægilegt að þurfa bara að taka eina lyftu til að komast þangað. Tiltar mig að verða að nota eistlenskar kroonur til að geta spilað. Afhverju ekki bara að notast við evrur þessa helgi? Að vísu er ekkert mál að skipta þessu hjá gjaldkera en samt kjánalegt finnst mér. Kannski þarf ég alltaf að finna e-ð til að kvarta yfir :O.

Fylltum áðan einn STT SNG. Vorum 4 Íslendingar en þá var bara 1-2 annað game í gangi og við nenntum ekki að bíða. Buyin var 1100 kroonur sem er ca 14k ISK held ég en strúktúrinn var nokkuð mikið turbo. DabbiRú fór á kostum og ég hafi sjaldan séð mann skemmta sér eins vel á pókerborðinu eins og hann, sama þó að hann vann potta eða lenti í bad beat. Mér hefði drullu leiðst að grinda þetta ef það hefði ekki verið fyrir hann. Ég böstaði í 5. sæti minnir mig eftir þokkalega langa spilun en DabbiRú endaði með að taka niður mótið.

Ég og Auddi fórum svo í cash game. Hoppuðum á borð sem var að byrja en það var 25/25 kroonur stakes. Ég spilaði mjög hallærislega hönd sem er varla frásögu færandi. Var hálf tiltaður eftir það svo ég hætti eftir stuttan tíma en varð feginn þegar ég reiknaði hvaða stakes þetta eru í raun.

Kíkti aðeins á strúktúrinn í main event og hann virkar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég þarf að ná að margfalda byrjunarstaflann á 8 levelum ef ég ætla að fara nokkuð safe í dag 2. Ætla sjá til hvernig borðið mitt spilast og aðlagast því en það er ekki spurning að maður þarf að keyra á þetta ef maður ætlar að fara djúpt í þessu móti ef maður ætlar ekki að lifa af á heppninni.

Laters.0 votes

Athugasemdir (6)
Næsta síða


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir